Þannig er mál með vexti að vírusvörnin mín er að renna út og ég þarf að fá mér nýja. Ég er fátækur námsmaður vil helst ekki vera að borga einhvern 5000 kall fyrir vírusvörn og ég vil helst annaðhvort downloada einhverri ókeypis vírusvörn eða kaupa mér einhverja ódýra.

Þannig að mig langar að spyrja ykkur: Er eitthvað sniðugt að vera að downloada einhverri ókeypis vírusvörn og ef svo er hvaða vírusvörn mæliði með ?

Ef þið vitið um einhverja ódýra vírusvörn (helst undir 3000) þá megið þið alveg nefna hana.