Ég var að installa nýja MSN fyrir stuttu og get núna ekki loggað mig inn. Það kemur ekkert error report, villumelding eða neitt. Ég hef prófað að slökkva á firewallinum og logga mig þá inn á en ekkert breyttist. Ég veit að ég er ekki að slá inn vitlaust password því ég hef prófað að gera viljandi vitlaust og þá kom “wrong password blablabla”. Það er ekki búið að deactivate-a hotmail aðganginn minn, ég get loggað mig alveg fínt inn á hann. Tölvan mín uppfyllir öll skilyrðin sem þeir gefa upp á support síðunni þeirra. Ég er að pæla hvort ég þurfi að downgrade-a.