Og hvernig ætlaru að útskýra að þetta er allt í einu bara í lagi hjá mér? Sama símalína, sami router, sama tölva, sama símafyrirtæki.
Kannski þeir hafi hætt að hægja á mér sjálfir?
Hvernig á ég að geta sagt þér eitthvað án þess að vita fleira um ástandið eða skoða synkmælingar á línunni?
Eins og ég sagði, digital merki á analog línu sem er hönnuð fyrir símasamskipti, ekki háhraða tölvumerki sem má ekki bjagast NEITT.
Það er nóg að klemma símasnúruna undir hurð, það er nóg að snúa upp á hana nógu harkalega. Sama gildir um klær og tengla. Vegna þess að það er svona auðvelt að klúðra þessu er líka auðvelt að laga þetta. Það er stundum nóg að hliðra til snúrunum, stundum er þetta tengt spennu á línunni og við að aftengja eitthvað tæki fer eitthvað í lag. Ég er ekki að segja að neitt af þessu eigi við, en það sem ég get LOFAÐ þér er að þetta tengist vodafone ekki neitt nema ef routerinn var að kúka í sig.
Ef við tökum smá kúrs í línumælingum þá er ákveðið merki á hverri línu (signal). Á hverri línu er líka ákveðið noise eða deyfing (attenuation). Með því að reikna þetta út kemur merkileg tala sem heitir SNR eða Signal-to-Noise Ratio eða hlutfall á milli merkis og hávaða.
Lágmarks SNR fyrir ADSL tengingu er 6, það er, þú þarft að fá 6 sinnum meira merki á línunni en hávaða. Ef þessi tala fer niður fyrir 6 fer routerinn að missa samband (sem passar við þitt vandamál). Símstöðvar eða “dslammar” reyna að leiðrétta þetta í real-time með því að lækka hraðaprófíl á línu til að styðja endabúnaðinn. Til dæmis ef lína er að ná 5.6 SNR stillt á 12Mb er líklegt að hraðaprófíllinn sé lækkaður í 10 eða 8Mb. Vandamálið er að þetta virkar næstum aldrei, lækkaður hraðaprófíll er surefire lausn til að routerinn detti út 100 sinnum á dag og þegar þú kemst inn nærðu 1/10 af þeim hraða sem auglýstur er.
Hvað veldur lágu SNRi? Deyfing (attenuation) er mæling á það hversu mikið merki deyfist þegar það berst frá símstöð að endabúnaði og tilbaka. Eins og ég sagði í fyrri pósti eru margir hlutir sem hafa áhrif á deyfingu eins og:
1. Símasnúrur, lélegt ástand og of mikil lengd (3+ metrar).
2. Aukatæki á línu eins og splitterar, smásíur eða klær.
3. Lélegir tenglar í vegg.
4. Fjarlægð frá símstöð.
Það er hinsvegar EKKERT sem kemur til greina að sé að trufla þig símstöðvarmegin, eða á ábyrgð símfyrirtækis nema þá routerinn og oftast leyfa þessi fyrirtæki þér að skipta honum út að kostnaðarlausu (allavega TAL).
Í ööööörfáum tilfellum er sæti í símstöðinni bilað sem veldur því að mæling á SNR fer í 124.5 (ákveðin galdratala sem bendir til þess að þessi mæling sé frosin) sem lagast við að endurræsa portið í símstöðinni. Sé þetta vandamálið þarf bara að láta skipta um sæti sem tekur 3-4 daga (minna hjá símanum því þeir eiga mílu) og á að vera gjaldfrjálst.
Í rauninni væri eina leiðin til að sannfæra þig um þetta að fá þig til að vinna í netþjónustuveri í svona 3-4 mánuði og þá myndiru vita hvað ég er að tala um :)
Svo eins og þú sagðir með hvað gb kostar. Fyrirtækin gefa út 40gb á manninn sem er með þannig samning. Hins vegar segja þeir að um 80% notenda hala aðeins inn 10gb eða minna. Sem sagt að þeir myndu líklegast koma út í tapi ef allir notendur fylltu sinn 40gb kvóta. Þeir eru því búnir að grafa sína gröf smá sjálfir og þurfa að sætta sig við pirring í fólki núna vegna þess.
Þeir segja að 80% ALLRA notenda taki aðeins 10GB já, þess vegna er vodafone með pakka sem eru með lægra niðurhali og lægra verði.
Það er satt að ef allir sem eru með 40GB tækju 40GB myndi vodafone tapa peningum, en þeir myndu ekki gera neitt í því.
Skil engan veginn hvernig þeir eru að grafa sína gröf og af hverju þeir þurfa að “sætta sig við pirring”. Ef þú hefur unnið í þjónustuveri af eitthverju tagi ertu að díla við pirring í 9/10 símtölum hvort eð er :)
Bendi á blogg dr. Gunna á vísi varðandi þetta. Ýmislegt sem kemur fram í svörunum við þessu bloggi. Dæmi hver fyrir sig.
Ég get bent á svo margar villur þarna að ég myndi klára character-kvótann á huga. Löng saga stutt: Bullshit.
Það er engin áræðanleg leið til að vita hvort lína viðskiptavinar ræður við hraða sem hann er að biðja um nema að fylgjast með því í einhvern tíma, eitthvað sem þjónustufulltrúar hafa því miður ekki tíma í. Ég nefni þetta við fólk sem ég tala við sem vill fara í meiri hraða, að við getum ekki ábyrgst að þú náir þessum hraða, en starfsmannavelta í þjónustuverum veldur því að ekki allir hafa nægilega reynslu, og það er kannski stór feill á borði fyrirtækjanna.
Þá tilgreindu þau mig um þetta mál og sögðu að ég ætti vera búin að fá viðvörun en ekki fékk ég enga.
Þá ráðlegg ég þér núna að hringja eða senda email á vodafone og biðja þá um að uppfæra contact upplýsingar um þig sem annaðhvort vantar eða eru orðnar gamlar.
Auk þess ertu ekki að fara segja mér að helmingurinn af þessum auglýsingum eru ekki hreint og beint bull og sannleikinn er á smáa letrinu á allt öðrum stað. Ekki fara segja mér að þetta sé ekki græðgi og að þessi símafyrirtæki hugsi ekki bara um gróða en eitthvað upp á velferð og ánægju viðskiptavina.
Nú ertu að tala um annann handlegg fyrirtækja sem kallast markaðshelvíti og söludeildir. Þessi nauðsynlegi partur mætti rotna í helvíti fyrir mér.
Ekki eru samt öll fyrirtækin eins í þessu og eru þau mis-sannleiksfús. Auglýsingar símans eru náttúrulega oft borderline glæpsamlegar og hafa hin fyrirtækin oftar en einu sinni kært þær.
Það er ekki tilviljun að svona margir hvarta. Af hverju hvartar fólk? Því e-ð er bilað eða það er þeirra mistök eða e-ð er bilað. Hver er lausnin? Laga það sem er bilað eða kenna fólki svo það sé ekki fáfrætt. Símafyrirtækin eru treg þegar kemur að hvoru tveggja. Þekki það af reynslu og frá reynslu annarra.
Af hverju kvartar fólk? Af því það kann ekki/vill ekki leysa vandamálin sín sjálf (alhæfing dauðanst ég veit).
Um leið og þú hringir í þjónustuver ertu í 90% tilvika kominn í samband við einhvern sem hefur áhuga á að aðstoða þig við að leysa vandamál. Það sem kemur upp á teningnum hins vegar er að fólk er oft með svona “pre-loaded” kvartanir/móðganir sem maður fær í andlitið þegar maður býður því góðan daginn. Þetta eru hlutir eins og:
"Já hvað er eiginlega að netinu í þetta skiptið?" (þessi var að pinga þegar ég skoðaði hann svo að ekkert var að netinu nema hjá honum)
“netið hjá mér er alltaf að detta út og ég er orðinn ógeðslega pirraður á því og ykkur er hollast að laga það eins og skot” (dæmi um manneskju sem var með 15 metra langa símasnúru og eldgamla tölvu)
Eins og í fyrsta dæminu, þó að 50% fólks sem er “netlaust” sé að “pinga” (router svarar pingi og hann er á netinu) þá reynum við samt sem áður að hjálpa á allann þann hátt sem við getum þó að við séum komin langt út fyrir okkar þjónustusvið. Til dæmis með að hjálpa með outlook stillingar, gefa ráð varðandi hardware og svo mætti lengi telja.
Það eru alvöru manneskjur að vinna í þessum fyrirtækjum þótt að nokkur rotin epli séu hátt sett.
Ég veit þú ert ekkert að beina þessu að mér og ég er ekki að beina þessu að þér heldur :)