Jæja, nú var lokað á mann þar sem maður var kominn í 40Gb þakið sem Vodafone setti strax á eftir símanum.

Eru ekki fleiri að lenda í þessu? Venjulegur mánuður hjá mér hefur alltaf verið 30-45Gb en núna vakna ég sunnudags morguninn 22.02.2009 og ætla að kíkja á e-mailið, hva.. get ekki tengt mail client-inum. Jæja, þá tjekkar maður spjallið. Eh? Nú er bara netið niðri.
Þá tekur maður eftir að eini flipinn sem tengdist var hinn kæri hugi.is.
Hringir maður þá rólega í þjónustuverið til að spyrja hversu lengi er búist við að lagfæringarnar taki.
Fær maður þá þau skilaboð að engar lagfæringar séu, heldur séu nýjar reglur sem takmarka erlent niðurhal frá gamla 80Gb alla leið niður í 40Gb.
Fari maður eitt Gb yfir það, er bara lokað á alla umferð erlents niðurhals. Þar á meðal póst-þjónustu og spjall forrita, litla sem smáa.

Svo virðist að vegna kreppu, þá reynist það sæ-strengnum ofaukið að sjá þessari 300.000 manna þjóð fyrir tenginu við umheiminn. Svo virðist vera, því ekki er einu sinni mögulegt að fá aðeins meira. Heldur geturðu frekar fengið þér aðra símalínu með áskrift á mun lægra en að borga 10.000 krónur svo þú getir niðurhalað 10Gb meira.

Nú fer maður að grafa upp gamla gervihnatta mótakarann sem notaður var þegar maður átti heima í sveitinni fyrir nokkru. Þegar ómögulegt reyndist að fá sítengingu í sveitina, kom eitt fyrirtæki með þessa gervihnatta-mótakara en þá þurfti aðeins litla ISDN tengingu til að senda gögnin út. Svo tók maður við gögnum á allt upp í 3-4Mb/ps.

Leggur maður nú út hornauga við net-útibúinu sem átti að reisa í staðin fyrir stækkun á álveri. Virðumst við eiga nóg af rafmagni, en tenging okkar við umheiminn virðist vera á “takmarks lausi” niðurleið.




Nú segji ég rausi mínu lokið, fyrir þau sem lásu þetta en fundu þetta sem gagnlaust raus. Þá vil ég bara benda á það, mér til varnar, þá eru fáir staðir sem fólk getur rausað sinni bræði út heldur en hér á huga.

Væri gott að heyra hvernig þetta er að lenda á öðrum og jafnvel ef einhverjir vita um góðar lausnir við þessu.
S.V.G. {TYX DEAC}