Þú ert að nota Windows sem “router”, segir allt sem segja þarf ;o) Ekki það að ég sé eitthvað að blóta Windows stýrikerfinu en það er bara mjög oft þannig að ef þú ert með adsl á Windows þá slítur það tengingunni í tíma og ótíma, misjafnt auðvitað en það er mjög algengt. Ertu búinn að vera með þetta stýrikerfi lengi á vélinni? Ertu búinn að prufa að setja módemið og tenginguna aftur upp og sjá hvernig það fer? Ég veit þú ert ekki með idle disconnect á því þá mundi hún aftengja þig en ekki láta svona eins og hún lætur.
Kíktu endilega á þetta. En ef þú ætlar að hafa router sem dettur eiginlega aldrei af netinu nema eitthvað kemur uppá þá skaltu fá þér stýrikerfi sem er ekki alltaf að bögga tenginguna eins og Windows vill gera. Ég mæli með Linux eða BSD kerfum.
Að nota windows sem router er ekkert vandamál og er ekkert verra en hvað annað.
Fer eftir því hvaða tegund af adsl modemi þú ert með, sum eins og usb modemin eiga oft í vandræðum að halda stöðugri tengingu.
Búinn að setja stýrikerfið margoft upp, aðalega vegna annara vandræða ótengt adslinu.
Núna er meira en vika síðan ég póstaði þetta og er búinn að komast að því hvað var að. Ekkert að hjá mér heldur einhver búnaður hjá landsímanum sem var að resettast þegar of mikið álag kom á hann. Síðan að þetta var lagað seinasta fimmtudag hefur ekkert komið upp á.
Passaðu þig að ofmeta ekki sum stýrikerfi fram yfir önnur.
Ég var nú ekki að ofmeta neitt. Ég var bara að segja mína skoðun á stýrikerfum ;o) Persónulega hef ég ekkert á Windows. Mér finnst Windows oft mjög skemmtileg vinnustöð. Mér finnst reyndar Linux og BSD líka mjög skemmtilegar vinnustöðvar, misjafnt hvaða stýrikerfi ég nota, gaman að breyta til.
Ég er ekki hrifinn af Windows sem serverum. Þetta er bara mín skoðun, ég er ekkert að setja út á Windows stýrikerfið eða þína skoðun. Ég set ekki út á skoðanir sem aðrir hafa.
Flott að þetta sé komið í lag hjá þér og gangi þér vel.
ja ég skil, mín skoðun er að windows er best fyrir vinnustöðvar og litla servera.
Freebsd og allur unix pakkinn er best fyrir litla upp í risa stóra servera.
Ég postaðu þetta líka á vélbúnað og þar voru nánast allir sem lentu í vandræðum með adslið á þessum ´tima, auk allra sem ég þekki sem eru með adsl. Lentir þú í veseni líka?
Nei, ég lenti ekki í veseni enda er ég ekki með ADSL ;o) Ég er með loftlínu og er mjög sáttur. Í seinstu viku var vesen á BBRAS hjá Landssímanum. Allir sem eru með adsl á landinu fara í gegnum BBRAS áður en þeim er “route-að” til sinnar internetþjónustu. Ef BBRAS fer niður fer allt adsl niður. Reyndar eru þeir sem eru með adsl hjá Íslandssíma og Halló Heimsnet (á Ármúlasvæðinu) á sér kerfi og fara þess vegna ekki í gegnum BBRAS. Þessir einstaklingar þurfa ekki að “hringja inn” í hvert skipti sem þeir fara á netið, þeir eru bara sítengdir eins og alvöru adsl á að vera. Málið með BBRAS var það að það kom upp villa í hugbúnaði í honum og í hvert skipti sem þessi villa kom upp þurfti að reboota BBRAS og þá duttu allir út.
Það er frábært að þetta er komið í lag hjá þér og öllum hinum. Svona bilanir geta alltaf komið fyrir og þá er alveg sama hvaða stýrikerfi þú ert með ;o)
ah, svo það var bbrasinn sem datt út, allveg vonlaust að fá upplýsingar hjá þeim, stelpan sem svaraði var ógeðslega pirruð :P
ég var miiikið að kvarta í upphafi útaf því að þetta er ekki adsl hjá landsímanum heldur einhver hybrid útgáfa af glite. Ef þú leitar langt langt aftur í vélbúnaðar partinum á huga þá sérðu nokkrar greinar um þetta og svo var það einhver sem sendi það sem ég skrifaði til landsímans og fékk einhver vonlaus svör til baka.
Ég er bara feginn að vera ekki lengur á isdn ruslinu;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..