Við hjá TheVikingBay höfum ákveðið að aðskilja okkur algjörlega frá Torrent heiminum frá og með deginum í dag.
Ástæður eru margar en hérna er það sem leiddi upp að þessari niðurstöðu:
1.) Seinustu dagana hefur hýsingaraðilinn okkar til eins árs lokað á traffík til serversins okkar vegna þess að
bandvíddinn er orðin vel yfir 1 terabæt á mánuði.. þeir ætlast til að við borgum fyrir þessa bandvídd annars
verður lokað á serverinn.
2.) Til að komast hjá þessu ákvöddum við að fjárfesta í öðrum server á Íslandi og geyma á honum efni sem tekur
mikla bandvídd (t.d myndir) sem reyndist erfitt þar sem enginn vill hýsa efni tengt torrentsíðum lengur
3.) Í kjölfarið þurftum við að segja skilið við hýsingaraðilann okkar í Rússlandi og leita til annara til að
komast hjá því að borga heiftarlega fjárhæð fyrir bandvíddsnotkun, og í sannindum sagt höfum við ekki efni á
startkostnaðinum við að kaupa annan server útí útlöndum og nennum við ekki að fara í eitthvað fjársöfnunardót.
Einnig eftir að dómurinn gegn Torrent.is var kveðinn upp ákvöddum við að það væri ekki þess virði, gagnvart okkur,
að eltast við þann draum um frelsi á netinu, þegar í endann verðum við lokaðir inní litlum klefa seinna meir.
Rekstarkostnaðurinn við TVB hefur verið mjög hár, og hafa styrkir og auglýsingatekjur farið í það að borga hann
niður. Það er eitthvað eftir af styrkjunum (~30.000kr), og munu þeir fara til þeirra torrent síðu sem stendur ennþá
uppi næstu mánaðarmót, því það verður ljóst að mörgum verður lokað eftir þessi dómsorð hjá Torrent.is, enginn
vill fara í fangelsi/eyðileggja fjárhaginn sinn vegna torrent síðu.
Við vonum að þessu verður sýnt skilning, og vonum við að arftakar okkar verði betri í að reka torrent síður
en núverandi kynslóð torrent síðna, þar á meðal The Viking Bay.
The Viking Bay mun aldrei í neinu formi rísa upp aftur, en við erum vissir um að seinna meir muni rísa stór torrent
síða aftur á Íslandi, rekin af hæfu fólki sem hefur fjárhaginn og tímann sem þarf til að halda utan um svona vefi.
Við hjá TVB höfum því miður ekki viljan, tímann og SÉRSTAKLEGA EKKI fjárhaginn til að reka svona vefsíðu.
Enn og aftur afsökum við að svona þurfti fara.
Takk.
Og nei, TheVikingBay.org, TheVikingBay, gagnagrunnarnir okkar né vefefnið okkar er til sölu, so dont ask.
Öllum gagnagrunnum og gögnum tengt TheVikingBay verður eytt.
1 Crymo 1 cup