Af hverju get ég ekki farið á netið í gegnum Firefox en get skoðað allar síður án vandræða í Internet Explorer?
Ég er búin að skoða einhverja hjálaprsíðu hjá Firefox og prufa allt sem kom þar fram, en ekkert hefur virkað.
Ég er búin að endurræsa tölvuna og internetið, en ekki virkaði það.
Ég er búin að athuga hvort að vírusvörnin sé að blokka þetta, en það er ekki málið
Ég installaði Firefox uppá nýtt og það virkaði ekki heldur, en ég fékk einhverja íslenska útgáfu í staðin sem ég er ekki að fýla.
Ég er alveg uppiskroppa með hugmyndir hérna og er að verða klikkuð á Explorer þar sem mig vantar helling sem ég er með í firefox, fyrir utan það hvað það er óþæginlegt að geta ekki skellt öllu í tabs.
Hvaða tölvuséní getur hjálpað mér núna?