Málið er að ég er með gamla utanáliggjandi adsl. Ég komst allt í einu ekki á netið einn daginn fékk alltaf error 650 eftir að “verifying username and password” var búið að vera á skjánum um í 20 sek. Ég fæ Sync ljós, ég get pingað módemið, ég hef prófað að fara með tölvuna til vinar míns og módemið og prófað þar að hringja inn með mínu usernami og það gekk, en það virkar ekki heima. Símasnúran er alltílagi og cat5 snúrurnar og netkortið og auðvitað allar uppsetningar víst að þetta virkaði hjá vini mínum. Ég er búin að hringja marg oft í simnet og alltaf það sama “prófaðu þetta prófaðu hitt” en skilja ekki að ég er ekki nýgræðingur og veit hvernig þetta á allt að vera. Nú hefur bróðir minn haft samband við vin sinn sem á vin hjá símanum og bað hann að tala við hann, hann gerði það og umræddur vinur hans komst að einhverri bilun. Þannig að ég spyr verður maður að þekkja einhver “inside” til að geta fengið hjálp við bilunum? Því það virðist sem nánast enging þjónusta þarna.<br><br>————————–
Við munum aldrei vita hina réttu leið,
Aðeins þá bestu.
————————–
-Crusader-