Málið er það að nú er verið að fara að skipta út gömlu, hægu nettengingunni fyrir betri og hraðari ljósleiðaratengingu.

Ég var að skoða á þessari síðu yfirlit yfir þær og þar stendur: “Með internetþjónustu um ljósleiðara nærð þú mesta hraða, eða 50 Mbit.”

Þá fór ég að spá: Hversu hröð í kílóbætum á sekúndu (kb/s) er sú tenging? Ég náttúrulega leitaði á netunum en fann hvergi tölur um þetta svo að ég ákvað að leita hingað í von um að hugarar væru með svarið.


Fyrirfram þakkir
Magnús