Fékk þessa hugmynd þegar ég var að skrifa hinn póstinn hérna fyrir neðan… mætti ekki hafa svona dótarí á forsíðu áhugamálsins þar sem hægt er að sjá umsagnir um helstu netfyrirtækin.
Meina það þarf ekki að pósta verðin, þau breytast og maður getur séð þau á verðskrá fyrirtækjanna. En það sem krefst word-of-mouth til að vita eru hlutir eins og uptime og RAUNVERULEGUR hraði… Alltaf þegar ég les íslensk fyrirtæki vera að blaðra um 10Mb tengingar þá hugsa ég “yeah whatever” og langar til að heyra frá einhverjum sem er hjá fyrirtækinu hvernig tengingin er að virka innans- og utanlands.