Mér finnst hann bara mjög fínn, en það eru nokkrir hlutir sem mættu fara betur, en þar sem þetta er bara útgáfa 0.2 ætla ég ekki að kvarta.
En hérna eru nokkur atriði…
- Annað EULA!
- Fá nýrra WebKit (þetta er exploitable)
- Laga about:% gallann (
http://www.milw0rm.com/exploits/6353 )
- Laga Forced File Download gallann (
http://www.milw0rm.com/exploits/6355 )
- Fá almennilegan JS/AJAX stuðning. Facebook og aðrar AJAX síður virka t.d. ekki 100%
- Bookmarks í honum verði tengd við google.com/bookmarks
- Fá sama fítus og í FireFox að ef maður skrifar eitthvað í address barinn sem er ekki slóð að þá fari hún á fyrstu leitarniðurstöðuna á Google (“I'm Feeling Lucky” á Google). Þá gat maður skrifað t.d. “wiki Ford” og þá fór hún sjálfkrafa á
http://en.wikipedia.org/wiki/Ford_Motor_Company. Rosalega þægilegt!
- Spell check verði valmöguleiki
- Að ekki sé hægt að loka tabs fyrr en þeir eru active
- Fá staðfestingu þegar maður lokar glugga með mörgum tabs
- Fá nánari upplýsingar þegar maður heldur inni Back/Forward tökkunum
Og eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu. :)