…Ókei, reynum þetta aftur. Miðað við það að þetta er ekki macintosh vél og þú virðist ekki vita betur (þú myndir vita það ef þú værir að keyra á einhverju Linux kerfi, Solaris eða öðru), þá ertu væntanlega með Windows. Spurningin er Windows Vista eða XP. Ef þetta er nýleg vél þá er Vista líklegra.
Nú þekki ég ekki Acer vélarnar, en ég veit að með Dell kemur uppsett forrit sem höndlar þráðlausar nettengingar. Get vel ímyndað mér að það sé eitthvað svipað sem fylgir frá Acer þó ég viti það ekki.
Á hinn bóginn, ef þú færð limited connectivity þá er þetta mögulega eitthvað aðgangsmál sem skólinn hjá þér er að fokka upp. Hvernig er netið læst? WEP (þarftu að slá inn lykilorð til að tengjast netinu?) eða MAC (þurftirðu að finna serialnúmer-lega tölu í tölvunni hjá þér og gefa upp til kerfisstjórans?) eða bæði, eða mögulega e-ð annað (veit að í háskólanum sem ég var í í London í fyrra loggaði maður inn á innra netið með sama notendanafni og lykilorði og maður notaði í tölvustofum)?
Kerfisstjórinn hjá þér á btw að geta leyst öll svona vandamál, ef hann getur það ekki þá er hann einfaldlega vanhæfur… Eða netkortið í tölvunni gallað. Geturðu tengst þráðlausu neti annars staðar án vandræða? Hvernig er það net læst? Lenti í vandræðum með WEP-læst net á gamla lappanum mínum svo ég varð að hafa heimanetið okkar bara MAC-læst. Gæti verið e-ð þannig issjú.
Bætt við 27. ágúst 2008 - 01:38
Það eru, ef þú ert ekki búinn að fatta það ennþá, skrilljón hlutir sem geta valdið svona vandræðum. Því meiri upplýsingar sem þú gefur okkur, því auðveldara er að leysa úr þessu. Treystu mér, ég vinn í tech support á sumrin… -_-
Peace through love, understanding and superior firepower.