Ég sé ekkert varhugavert við það að reyna að grípa athygli með því að skrifa í stórum stöfum, ég þarf ekki einu sinni að nota upphrópunarmerki þó það hefði gert nafnið enn svalara.
Já. Ég er í herberginu mínu með tvær tölvur, önnur er fartölva sem hefur verið inni í þessu sama herbergi í 18 mánuði - sítengd og dettur aldrei út af netinu.
Ég á aðra tölvu, sem var reyndar áður í öðru húsi þar sem að sama vandamál var. Núna er hún flutt í þetta sama hús og hún er meira að segja líka uppi á borði rétt eins og fartölvan er.
Þessi tölva náði í fyrstu ekki að tengjast netinu yfir höfuð, ég restartaði á 5 mínútna fresti en ákvað svo að nota hana bara í leikjaspilun sem var þó ekki það oft…
Einn góðan veðurdag (þó ekki bókstaflega, þó svo að það kæmi mér ekki á óvart) þá tengdist hún netinu. Já þetta er þráðlaust, tölvan er turn og loftnetið aftan á turninum, neðarlega. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var þá, en allaveganna svona viku seinna þá disconnectaðist tölvan alltaf þegar eitthvað reyndi á netið.
Þegar hún var t.d. aðgerðarlaus í 5 mínútur þá hélst hún tengd en um leið og ég reyndi að opna einhverja heimasíðu þá disconnectaðist hún um LEIÐ. Sama gerðist þegar ég opnaði full screen leiki, en núna virðist þetta bara gerast þegar ég reyni að tengjast einhverju í gegnum full screen leiki (logga mig inn á tölvuleiki t.d.)
Núna þegar ég skoða heimasíður þá næ ég að komast inn á fyrstu, aðra, þriðju, fjórðu, stundum stoppar þetta áður en stundum seinna en segjum að netið detti út hér þá lýsir þetta sér þannig að í byrjun þá lítur út fyrir að netið sé hægt, vefsíðan er föst á “Loading…” í 5-20 sekúndur (sem er svolítið langt, prufið bara að telja upphátt) og svo fæ ég upp skilaboðin að firefox hafi ekki fundið síðuna rétt eins og ég væri að fara inn á bull heimasíðu, www.asæiapobm.is eða eitthvað… um leið og þessi skilaboð koma upp fæ ég líka upp blöðruna “Wireless Network Connection disconnected” en 2 sek seinna kemur upp “Wireless Network Connection 3 connected
Signal Strength:Excellent”
Bullshit, signal strengthið er ekki excellent.
Routerinn ER langt frá tölvunni. Hann er á næstu hæð og einnig bakvið vegg.
Eins og gefur að skilja þá er þetta FOKK- pirrandi. Svo stundum, á sama stað, er ég tengdur netinu 24/7 eitt skipti jafnvel viku í senn!
Spurningar
1) HVAÐ VELDUR ÞESSUM SVEIFLUM?!?
Svar: Fuck do I know, en hafið í huga að ég HEF VERIÐ TENGDUR NETINU HEILA VIKU Í SEINN, á þessum tíma opnað leiki og allskonar hluti en aldrei dottið út.
2) HVERNIG LAGA ÉG ÞETTA?!
1. Færa routerinn nær (hann kemst EKKI á milli hæða en hann kemst eitt herbergi til vinstri væntanlega (sjá mynd))
2. Kaupa einhverskonar magnara - sem að okkur var ekki ráðlagt að kaupa því þeir virka takmarkað skv. manni sem við töluðum við hjá Vodafone
3. ?!?! Ég hef engar hugmyndir.
3) Hvernig er ég tengdur núna netinu? (Hvert fara bylgjurnar/merkin?) (sjá ýmsar leiðir á meðfylgjandi mynd)
http://img215.imageshack.us/img215/707/routervs1.png
Efra dökk-bláa strikið fer ekki í gegnum vegg þarna við hliðiná routernum myndi ég halda, hér er mynd af því hvernig húsið lítur út ef ég myndi standa í miðju “herberginu” beint á ljósbláu línunni og horfa út til gluggans, vinstra megin á fyrri myndinni:
http://img151.imageshack.us/img151/1088/midhaedmm7.png
Geri mér grein fyrir því að ég geri ráð fyrir því að þið vitið um hvað ég er að tala.