Þetta eru auglýsingar sem eigendur viðkomandi síðna fær tekjur af.
Gráðug fyrirtæki nota svona vírusauglýsingar til þess að reyna að ná forskoti á andstæðingana, en aðalvargarnir eru forritararnir sem að koma þessu upp.
Sumar eru voða saklausar og innihalda bara cookies sem að safna upplýsingum um hvað þú skoðar á netinu sem síðan eru seldar til auglýsenda þannig að þeir miði auglýsingarnar við áhugamál þín… T.d. ef þú ert að skoða mikið tölvuhluti og græjur, þá ættirðu að sjá meira af þess konar auglýsingum en öðrum. Þetta er langoftast alveg nafnlaust og lætur öll lykilorð og þess háttar viðkvæma hluti vera.
Síðan koma þessar skaðræðisauglýsingar sem að hreinlega festa sig í tölvunni hjá manni og erfitt er að losna við. Þá er það sá sem að býr til auglýsingarvírusinn sem að er að græða á þessu.
Forritarinn býr þá til dæmis til vírus sem að, þegar hann sýkir tölvu, býr til línka á ýmis fyrirtæki innan í ýmiss orð. Þá kemur kanski alltaf hlekkur á klámsíðu þegar orðið “sex” er skrifað. Forritarinn selur orðin sem línkarnir eru tengdir við og græðir dágóðan slatta.
Best er að forðast svona vírusa með því að hætta að fara á varasamar síður (klámsíður, mp3 síður, niðurhalssíður, serial # síður, emulation og romz síður), vera með tvær-þrjár gerðir af vírusvörnum og spyware vörnum, hækka security stillinguna á vafranum (hann verður leiðinlegri við það, en öruggari) eða hreinlega skipta um stýrikerfi og nota t.d. Mac, Linux eða Unix.
Þú getur haft bæði Linux og Windows inni á vélinni þinni í senn, svo þegar þig langar að skoða grunsamlegar síður geturðu bootað tölvunni upp í Linux og vafrað nokkuð áhyggjulaus um netið. :)