Þráðlaust net
Þannig er mál með vexti að ég bý hinum megin í húsinu við routerinn sem familían notar og get þar af leiðandi ekki notað þráðlaust. Það fer í taugarnar á mér, ég ætla ekki að vera með lan snúru út um allt hús. En ég gerði eitthvað í þessu í gær. Fór uppí computer og ætlaði að kaupa mér sterkari router en þeir voru búnir svo að ég fór uppí elko. Þar fékk ég router sem að átti að vera tvöfalt öflugri en sá sem ég var með. Það dreif ekki. Svo ég fór aftur og skipti honum út og fékk annan sem að átti að vera tvöfalt betri en sá sem ég skipti út og átti að drífa út fyrir hús. Það dreif ekki. Ég fékk loftnet sem er tengt með usb í tölvuna, s.s sterkari móttakari en sá sem er í lappanum í dag og þá virkaði það í very low og datt stundum út. Svo ekki að tala um að það var ekkert hægt að downloada eða neitt af því tagi sem krafðist meðal internettengingar. Gat s.s bara “surfað” Svo að ég spyr, ég er búinn að vera að skoða ný þráðlaus netkort í lappan en vil ekki kaupa það ef að það verður ekki það sem að mun laga þetta. Hvað er meira til ráða. Heyrði líka að það ætti að vera hægt að kaupa stærri lotnet á routerinn sem að hefur 3 nú þegar. Þetta er Belkin router ef það skiptir eitthverju. En núna er ég hjá vodafone og spurning hvort þeir eigi að skaffa mér nýjan router sem á að drífa.