BitTorrent tæknin er, eins og um flest gildir, ekki fullkomin. Það gildir einnig um kerfi eins og TheVikingBay.org. Eitt af verkefnum “Distributed Computing Group hjá ETH Zurich” var að kanna hvort hægt væri að snúa á BitTorrent kerfið til þess að fá hærri dl-hraða en réttlátt er. Útkoman úr þessu, er BitThief, BitThief er skrifað í Java og er svokallaður freeriding client, þ.e. hann deilir ekki. Hann deilir alls engu, hann snýr hins vegar á kerfið svo að það haldi að þú sért að deila og gefur þér þessvegna hraða á við annað fólk. Hvers vegna er þetta mikilvægt? Jú, því þetta sýnir fram á að það er ekki hægt að kæra einhvern út frá skráðu upphali og að það er ekki sýna fram á að einhver einn deili. Það er víst að einhver deilir, en ekki hver.

Ég viðurkenni að ég veit ekki allt um þetta, en… eitt er, það er ekki hægt að reiða sig á deilimagn í málsflutningi.

Ég vil einnig taka það fram að ég prófaði þetta á TheVikingBay og það virkaði vel, var með yfir 100 kbps á köflum. Það skráðist meira að segja inn í kerfið hjá þeim.

Bætt við 1. desember 2007 - 23:05
Sorrý, fattaði að ég gleymdi vefslóðinni.