Þú verður að athuga að þetta er vandamál fyrir forrit eins og Skype sem byggir á svipaðri tækni og Torrent. Skype er oft á tíðum höktandi eða nánast sambandslaust þegar maður er í samskiptum við fólk að utan.
Þú verður líka að athuga að samskiptastaðlar á borð við Torrent eru framtíðin þar sem þeir minka álag á þjónum og geta flýtt fyrir niðurhali. Það er aðeins tímaspursmál hvenær vafrarar framtíðarinnar muni nota þessa tækni fyrir vefsíður eða efni tengt þeim, t.d. myndir, hljóð og bíómyndaskot.
Fyrstu skrefin í þessa átt hafa þegar verið tekin. Opera er með innbyggðan stuðning fyrir Torrent staðalinn og hægt að ná í Torrent stuðning fyrir Firefox.
Með því að draga úr hraða á öðrum þjónustum er verið að minka líkur á því að nýjar þjónustur og nýir staðlar geta náð langt. Ímyndaðu þér ef þú værir að reka fyrirtæki þar sem þjónusta þín byggir á P2P tækni eins og Torrent. Heldurðu að fólk myndi versla við þig ef þjónustan þín er áberandi hægvirk? Hvað ef þjónustan þín væri eitthvað á borð við Skype? Viðskiptavinirnir þínir myndu ekki sætta sig við það að sambandið væri alltaf á eftir eða hikstandi.
Bara að því að fólk notar HTTP, FTP og email(SMTP) mikið í dag þá þýðir það ekki að þetta séu þær þjónustur sem munu vera mest notaðar í framtíðinni.