Lög um dreifingu á netinu?
Hvar get ég fundið þau? Er að skoða althingi.is og finn bara ekkert um þetta. Eru þessi lög ekki örugglega til?
11. gr. [Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni.]1)
3. gr. Nú gerir sá sem telur sig rétthafa hugverkaréttinda er getur í 1. gr. eða sá sem lögum samkvæmt hefur heimild til að hagnýta þau réttindi sennilegt að einhver hafi brotið gegn þeim réttindum og er þá heimilt að kröfu hans sem gerðarbeiðanda að afla sönnunargagna samkvæmt lögunum hjá viðkomandi sem gerðarþola.Ég hugsa að Smáís og co. hafi stokkið af stað til sýslumanns með a. lið 3.gr. laganna highlightaðann og talið brotið vera lið í atvinnustarfsemi. Það er svo sem ekki undarlegt að þeir telji þetta hafa verið liður í atvinnustarfsemi þar sem að nýlega var búið að breyta “rekstrarforminu” á Ístorrent úr “tölvunördinn heima í herbergi” í “fyrirtækið Ístorrent” en það rak sjoppu sem seldi aukið gagnamagn til að geta aukið tækjakost fyrirtækisins ásamt því að eigandinn (áður nördinn) hugðist leigja húsnæði undir starfsemina.
Sönnunargagna verður ekki aflað á grundvelli laganna:
a. vegna brota sem talin verða minni háttar ef beiðni beinist að einstaklingi og þau hafa ekki verið liður í atvinnustarfsemi,
b. ef stórfelldur munur er á hagsmunum gerðarþola af því að sönnunargagna verði ekki aflað og hagsmunum gerðarbeiðanda af því að afla slíkra gagna.