SMÁÍS eru bara að gæta sína hagsmuni, ekki myndir þú vilja að eitthvað verk sem þú hefðir unnið og hefðir í huga að selja myndi verða dreift ókeypis. Þeir eru samt að gera það á rangan hátt.
Spáðu í því, af hverjum einasta skrifanlega geisladisk sem við kaupum erum við að borga 35 kr. til Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) og af hverjum einasta skrifanlega DVD disk sem við kaupum erum við að borga 100 kr. til Samtaka Myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS). Við erum einnig að borga auka gjöld fyrir harða diska, skrifara, ofl. sem gæti stuðlað að brotum á rétti höfundar.
Þessi gjöld voru upprunalega sett á til að sporna gegn því að höfundar varins efnis væru að tapa tekjum á því að fólk væri að fjölfalda efnið þeirra. Er þetta réttlátt?
Vá, nei. Shit. Vissi þetta svo alls ekki, tek ALLT til baka sem ég var að segja. Var líka að skoða síðuna þeirra, þetta síða er bara troðfyllt áróðri, ógeðslegt að horfa uppá þetta, allt geðveikt óupplýst við þetta. T.d. fréttirnar á síðunum þeirra, þetta er alveg eins og að skoða svona geðveikt öfgafyllta rasista síðu, nema að -isminn er gagnvart internetinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..