BadTrans-B veiran breiðist hratt út
Lúmsk tölvuveira er á sveimi í tölvupósti og freistar þess að koma fyrir hugbúnaði sem
fylgist með því sem tölvunotandinn skrifar á lyklaborðið og sendir þær upplýsingar síðan
til höfundar veirunnar. Þessi veira, BadTrans-B, nýtir sér glufu í Microsoft
pótstforritinu og hefur farið sem eldur í sinu síðasta sólarhringinn. Vírusvarnafyrirtæki
í Bretlandi gómaði 20 þúsund veirur á einum sólarhring en Bretland, Þýskaland og
Bandaríkin hafa helst orðið fyrir barðinu á veirunni.