ég get ekki séð neinn höfundarrétt þarna svo að það hlýtur að vera í lagi að taka það upp og hafa það á ipodinum eða tölvunni sinni.. það er ekki einu sinni verið að selja aðgang að laginu..
Þótt það sé ekki verið að selja þarna aðgang eða það er ekki sagt að ekki megi afrita lagið þá er viðkomandi með höfundarétt að þessu lagi(ef hann þ.a.s. er ekki að stela textanum sjálfur frá öðrum :S ).
Ef eitthver býr til hlut þá á hann hlutinn (er ekki að tala um verksmiðju frammleidda hluti eins og t.d. bíla og húsgögn.) og höfundarétt á tilteknum hlut þótt það sé ekki skráð vörumerki eða á lista yfir höfundavarið efni.
T.d. Listmálarar þótt þeir máli mynd og selji hana þá má ekki gera eftirlíkingu og segja að hún sé eftir hann það er fölsun nema auðvitað að skaparinn leyfir það.
Einns með kvikmyndir og tónlist þótt eitthver út í bæ gerir lag og leyfir fólki að heyra þá er hann ekki að leyfa öllum að fá eintak,
listamaður verður að gefa leyfi fyrir því hvort megi taka afrit af listinni hanns.
Engin tilkynning um hvort það megi eða megi Ekki er = Nei ekkert grátt svæði þarna það er sjálkrafa nei.
svo er það auðvitað bara hvað menn nenna að eltast við þessi lög það er allt annar handleggur. :D