Við skráningu þarftu að gefa upp ákveðnar persónuupplýsingar. Þær ásamt öllum þeim samskiptum sem að þú átt á MySpace eru skráðar niður.
Ef þær upplýsingar sem að þú gefur upp og þau samskipti sem að þú átt á vefsvæðinu vekja upp grunsemdir er hafin rannsókn og málið fært yfirvöldum.
MySpace hefur komið sér upp ýmsum leiðum til þess að hafa uppi á kynferðisafbrotamönnum. T.a.m. cross-reference í gagnasafni og profiling. (er ekki alveg nógu klára á íslensku þýðingunni á þessum orðum).
Sem betur fer er netið að verða öruggari samskiptamiðill en því miður eru fáar leiðir til þess án þess að skerða presónu- og upplýsingafrelsi í leiðinni.
Svo er það alltaf spurningin hvort að það sé ekki þess að virði að gefa eftir hluta af þessu frelsi til þess að góma þá sem að þarna eru í vafasömum tilgangi.
/NightCrow