Já þannig er mál með vexti að það virkar ekki hjá mér að downloada skrám af torrent síðum. Sko þegar ég vel einhverja skrá sem ég vill downloada þá kemur alltaf svona blá ör sem bendir upp í svona nokkrar sekúndur og þar stendur ,,Downloading" en svo kemur svona rauð ör sem bendir niður og hún varir í endalausan tíma. Já hehe ég var að spá í það hvort einhver góðhjartaður maður gæti leiðbeint með þetta vaxandi vandamál. Þar sem ég kann ekkert á þetta forrit þá var ég að vona að þetta væri það einfalt að það væri bara hægt að klikka á einhverja skrá og þá myndi hún downloadast. Ég var að spá hvort ég þyrfti að setja upp einhverjar stillingar í forritinu til þess að ég gæti downloadað. Er ég kannski bara með lélega nettengingu en það getur ekki verið því netið hjá mér er öflugt. Svo hef ég heyrt að það sé betra að opna einhver port en ég veit ekkert hvaða port þau eru.
Ég gæti þess vegna bara sent þetta inn sem grein því að þetta er orðið svo langt hjá mér:P