Bróðir minn fékk einhvern msn vírus í gær. Það kom eitthvað icon á desktoppið sem heitir ‘'install’' og ef maður ýtir á það frosnar tölvan.
Ég er búinn að reyna að googla þetta en finn ekkert, ég er búinn að reyna þetta http://b2.is/?sida=tengill&id=199975 en hann er með einhvern annan vírus, vitið hvernig maður losnar við þetta?
Ekkert getur bara sísona farið inná tölvuna hjá manni bara af því að maður er með msn eða bara eitthvað forrit í gangi. Það þarf alltaf lokahöndina á allt þú skilur.
Bróðir þinn gæti hafa verið að reyna að fá sér eitthvað crack eða skoða klám og verið að því með “internet explorer” (Ekki afsaka sig með því að segja IE7 öll IE forrit jafn hættuleg) og svo extract-ar hann innihald einhverrar .zip eða .rar skrár inná desktop og tada!
Ekkert gerist sjálfkrafa bara sísona. Bara eyðið þessum skrám sem þið náðuð í og þá er allt í lagi :D
ég? tók ekki alveg eftir því að hann hafi sett inn vírusinn úpsa, en svona er þetta með flest fólk sem notar msn, það ýtir á alla linka sem koma upp í conversation glugganum þeirra!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..