Ég geri mér grein fyrir að það er einhver sæstrengur sem slitnaði, en mér er sagt að það eigi ekki að hafa nein áhrif á erlent download. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Ég hélt lengi að þessi sæstrengur væri ástæðan fyrir að mér gengi ekkert að nota soulseek. En svo komst ég nú bara að því að það er td. minnsta mál að nota slsk í skólanum hjá mér og sömuleiðis er fólk að nota slsk heima hjá sér án nokkura vandræða. En aftur á móti er ég búinn að tala við fólk sem er með nettengingu hjá Vodafone (eins og ég) sem er í vandræðum með að nota slsk.
Ég er með nýjustu útgáfuna af slsk þannig að það ætti ekki að vera vandamálið. Er þetta tilviljun og er bara eitthvað að hjá mér og þessu fólki eða er bara almennt ekki hægt að nota slsk þessa dagana ef maður er með nettengingu hjá Vodafone? Og ef svo er, afhverju?
Bætt við 23. janúar 2007 - 16:11
Vandamálið lísir sér þannig að ef ég downloada fæl í slsk þá gerist bara ekkert.
Og ef ég skrifa í leitina þá koma kanski mesta lagi 5 niðurstöður. Aftur á móti ef ég skrifa það sama í leitina þegar ég er á netinu niðrí skóla (þá á annari tölvu) þá fyllist glugginn af niðurstöðum á sek.