Ég er að reyna að sækja skrá frá isTorrent en að kemur alltaf rauði kallinn og bara 0 í öllu.
Ég hef oft download-að þaðan en allt í einu byrjaði það bara ekki að virka. Ekki bara með þessa heldur prófaði ég aðrar.
Ég held það sé útaf því að hann faðir minn var að ná í eitthvað annað forrit sem heitir Supertorrent og í hvert sinn sem ég næ í skrá af isTorrent kemur upp “Open With: SuperTorrent” og þótt ég breyti því í Azureus þá breytist alltaf skráin í SuperTorrent.
Ég er búinn að delete-a forritinu og öllum “leifum” af því. En þegar ég fer í search þá eru alltaf eitthverjar möppur og eitthvað fleira merkt supertorrent sem er ekki hægt að eyða úr tölvunni!?!?
Það væri mjög gott ef þið vissuð lausnina á þessu. :)