Nú er búið að opna heimasíðuna postlisti.is. Þar er hægt að skrá sig á hina ýmsustu póstlista, eða 500 talsins. Síðan færðu upplýsingar um þín áhugamál og tilboð send í tölvupósti.

Sjálfur átta ég mig ekki á þessu en hver borgar fyrir þetta, ef hægt er að fá senda vikulega upplýsingar um 500 áhugamál. Já líklega borga auglýsingur en það þýðir að maður fær fullt af ruslpósti aukalega.

Auk þess set ég stór spurningamerki við suma flokkana þarna, til dæmis er áhugmál um Tölvupappír (hvort ætli Odda eða Multilaser sé besti pappírinn), Örbylgjuofna (það er hægt að rökræða endalaust um örbylgjuofna), Pennasöfnun, Glerblástur (ábyggilega heill hellingur sem stundar það hér á landi) og miklu fleira. Auk þess má finna 9 póstlista um veiði; Dorgveiði, Laxveiði, Rjúpnaveiði, Silungsveiði, Sjóstangaveiði, Skotveiði, Skotveiðivörur, Sportveiði, Veiðivörur. Nóg fyrir veiðiáhugamanninn.

—–
E-220

P.S. Hefði kannski frekar átt að senda þetta á brandarar.