Ég er í bölvuðum vandræðum með netið hjá mér. Undanfarið (kanski í svona mánuð eða meir) þá bara gengur ekkert að downloada (erlent) í torrent forriti sem ég nota. Og soulseek virðist bara vera ALVEG dautt. Ég finn ekki neitt þegar ég leita afd filum í slsk, en svo fór ég að skoða “Rooms” hlutan þar sem að notendur slsk tengjast saman á ákveðnu svæði. Þar tengdist ég svæði sem er tileinkað ákveðni tónlistarstefnu og stóð að um 130 notendur tengdir, en ég sé ekki einn einasta notanda. Og alveg sama hvaða herbergi (room) ég tengist þá næ ég ekki sambandi við neinn notanda og sé ekki nein skjöl.
Þetta var ekki vant að vera svona. Ég notaði slsk mikið til að skoða og kynnast tónlist, og aldrei hefur verið vandamál með að ná torrent skrám.
Ég er að nota SpeedTouch 585 ráter og hef ekkert átt við hann, nema kanski að slökkva á honum af og til.
Hvað gæti verið vandamálið? Einhverjar hugmyndir?