Mig langar bara að vita hvort það séu allir sáttir við þessa hækkun hjá simnet.
Þeir eru að bæta við einhverri vírusvörn á allann póst sem fer til notenda þeirra og hækka þar af leiðandi áskriftargjaldið.
Ég er bara ekki sáttur við þetta þar sem ég á þetta fína vírusvarnarforrit og ég hef enga þörf fyrir þessa vörn hjá simnet.
Það ætti bara að rukka þá sem vilja þetta aukalega en ég sem er búinn að leggja útí kostnað fyrir vírusvarnarforriti er ekkert ánægður með það að þurfa að fara borga meira.
Mér sýnist þetta vera c.a. 100 kall á mánuði sem þeir hækkuðu gjaldið (miðað við ADSL 512 með 100Mb dl) og svo skillst mér að þetta hækki eftir dl magni.
Þetta gerir 1200 kall á ári sem hreynsar bara tölvupóstinn hjá þér.
Til samanburðar ef þú kaupir vírusvarnarforrit frá Trend Micro sem heitir PC Chilling 2000 ( http://www.antivirus.com , ég keypti það), þá færðu forritið með 1 árs vírus pattern uppfærslum á $29.95 sem er um 2500 kall. Og þú ert að fá þarna forrit sem skannar alla tölvuna hjá þér, ekki bara póstinn.
Hvað finst ykkur?