Svo er mál með vexti að ég á þráðlausan router, frá Belkin, sem hefur þjónað mér vel síðan ég fékk hann fyrir rúmlega ári síðan.
Eitt er þó vandamálið en oft þegar að ég leita í deiliforritinu Dc++ þá á hann til að endurræsa sjálfan sig og auðvitað dettur netið vegna þess og öll þau leiðindi sem fylgja því.
Hefur einhver lennt í svipuðum vandamálum og kann einhver lausnir við þessu?
(ps. Ég er með “Virtual server” í gangi og “port” opin til þess að geta notað DC++)