Ok ég var hugsa um þessa tengingu sem þeir eru að bjóða 8 Mb/s eins og Hive nema með ótakmarkað niðurhal. Þessar tengingar eru á sama verði. Sem sagt 3.990 kr miða við 12 mánaðar samning.

Var aðeins að íhuga þetta og spá hvort hér væri góð nettenginn með ágætum hraða og ótakmörkuðu niðurhali.

EN þegar ég skoðaði Btnet aðeins og þá skilmálana, tók ég eftir þessu.


9. BT neti er heimilt að hækka mánaðarlegt áskriftargjald á áskriftartímanum. BT net birtir gjaldskrá fyrir þjónustu sína á hverjum tíma. Kaupandi þjónustunnar getur nálgast gjaldskrána á öllum sölustöðum BT nets, á vefsíðunni www.btnet.is og fengið upplýsingar um hana í þjónustuveri í síma (354) 588-1234. Verði verulegar breytingar á gjaldskránni umfram hækkun á vísitölu neysluverðs mun BT net tilkynna um þær með eins mánaðar fyrirvara.

Svo er þetta bara einhver svikamylla?