Byrjaðu á að fara í Start, svo run, skrifa þar “cmd” og ýta á enter.
þar skrifarðu “ipconfig /all” og þá kemur eitthvað álíka
Ethernet adapter Wireless Network Connection 2:
Connection-specific DNS Suffix . :
Description . . . . . . . . . . . : D-Link Air DWL-510 Wireless PCI Adapter
Physical Address. . . . . . . . . : xx-xx-xx-xx-xx-xx
Dhcp Enabled. . . . . . . . . . . : Yes
Autoconfiguration Enabled . . . . : Yes
IP Address. . . . . . . . . . . . : 192.168.2.52
Subnet Mask . . . . . . . . . . . : 255.255.255.0
Default Gateway . . . . . . . . . : 192.168.2.1
DHCP Server . . . . . . . . . . . : 192.168.2.1
DNS Servers . . . . . . . . . . . : x.x.x.x
Lease Obtained. . . . . . . . . . : 20. nóvember 2006 18:06:52
Lease Expires . . . . . . . . . . : 23. nóvember 2006 18:06:52
Þú sérð að þar sem það stendur “DHCP Enabled”, ef það er ekki yes, þá þurfum við að setja fasta ip tölu.
Ef svo er, þurfum við að afla okkur upplýsinga til að vita hvaða ip tölu við getum sett og svo framvegis.
Farðu á einhverja tölvu sem er með internet tengingu sem virkar. Gerðu þar þetta sama og fyrir ofan, með ipconfig, og skrifaðu niður á blað það sem stendur undir IP address, subnet mask og DNS servers.
Svo ferðu í start, “Connect To” og view all connections.
Hægri klikkar þar á tenginguna þína, ferð í properties. Í listanum fyrir neðan “This connection uses the following items”, finndu þar “Internet Protocol(TCP/IP)” og tvíklikkar á það.
Þar kemur upp gluggi sem er líklega með form fyrir IP adress og fleira, en það er allt grátt.. Veldu “Use the following ip address.”
Í IP Address fer sama addressa og þú skrifaðir niður frá hinni tölvunni, bara bæta einum við öftustu töluna.. T.d. hjá mér var það “192.168.2.52”, þín yrði þá “192.168.2.53”.
Subnet mask það sama og þú skrifaðir, einnig Default gateway og DNS servers. Ef það eru fleiri en tveir, skrifaðu þá bara tvo efstu, skiptir ekki miklu hver fer í Preferred og hver í Alternate.
Þegar þetta er komið, þá ýtirðu á OK á báðum gluggum og endurræsir tölvuna þína.
Ef þetta virkar ekki, þá mæli ég með að þú hafir samband við internetþjónustuna og hellir þér yfir þá, talir við yfirmanninn og fáir þarmeð ókeypis mann heim til þín til að þjóna þér í sambandi við öll tölvumál þín.
Mömmur eru einnig frábærar í að öskra og nöldra á yfirmenn, ef þú átt ennþá eina slíka.