Hvað finnst ykkur svona allmennt verstu íslensku mainstream síðurnar (þá ekki að tala um blogg, skólasíður og þannig rugl).
Persónulega er lystinn minn svona.
1. http://leit.is/ á forsíðuni eru fáranlega mikið af auglýsingum(13Flash bannerar bara á forsíðuni)
Og leitarvélin sjálf er hreint og beint skammarlega léleg, og óþæginlegt að horfa á síðuna.
2. http://Leikjanet.is/ Ekki misskilja mig, þetta er fínasta heimasíða, þæginlegt að skoða hana, ekkert of mikið um auglýsingar. Enn það er eitt sem fer ótrúlega í taugarnar á mér, það eru þessi banner sem byrtist efst á glugganum þegar þú ert að spila tölvuleik. Það er ekki auglýsingin sjálf sem fer í taugarnar á mér, heldur það að eithver sleeze-bag er að græða pening á að setja auglýsingar á annara mann verk.
3. http://Folk.is/ veit ekki hvort að ég þarf að útskýra mál mitt um þessa síðu, nema hversu þetta er skammarlega ljót síða með klíjulega mikið af auglýsingum.
4. http://Siminn.is/ Okay, ekkert að þetta sé sérstaklega léleg síða, það er bara ómögulegt að finna það sem þú ert að leita af, svo er hún alltaf að sí-breytast og mjög.. vandræðarleg. Enn þeir eru allavega að reyna. Einfaldlega verið að reyna að ýta alltof mikið af rusli á þig.
5. http://visir.is/ Klassíst dæmi um góða síðu sem varð of gráðug.
Mér finnst bara verið að troða og mikið af upplýsingum á þig í einu, fréttirnar eru illa staðsettar og bara mjög klunnaleg í útliti.
Jæja, hvað finnst ykkur svo vera verstu/ofmentustu síður sem eru eithvað notaðar hér á íslandi vera ?