Óþekkt vandamál með netið hjá mér...
Þannig er mál með vexti, að þegar ég er búinn að vera svona 2-3 tíma í tölvunni, þá einhvernveignn get ég ekki lengur farið á net vafrara eða ircið… samt er é allveg online!… þegar ég reyni að fara á ircið kemur sá error upp; Unable to connect, no more buffer space available! einhvað þannig,… þetta vandamál leysist þegar ég relogga mig.. en ég þarf að gera það allveg 2-3 tíma fresti, sem er verulega annoying, sérstaklega þar sem ég downloada á næturnar og þannig, ég fór með tölvuna í viðgerð hjá Tölvuvirkni, og þegar ég fékk hana til baka þá sögðust þeir hafa lagað þetta, og þetta væri bara einhvað spyware, en þeir löguðu þetta samt ekki! tók eftir því þegar ég kom heim, svo er annar maður sem sagði að þetta væri net kortið… en þetta er frekar ólýsanlegt vandamál, þeas eins og ég sagði, eini errorinn sem ég hef tekið eftir var á ircinu, og það var eins og ég sagði; Unable to connect, No more buffer space available. endilega bendiði mér á einhvað sem gæti hugsanlega leyst þennan vanda, annað en að formatta..