Mundu svo að það er alveg nóg að vera með eina vírusvörn en ég lærði það af viðgerðamanni sem gerði við tölvuna mína nú nýlega. En ég var með svo mikið af vírusvörnum að það ruglaði vírusvarnarkerfinu.
En það sem kom fyrir mig nú nýlega var að harði diskurinn var ónýtur og nú er búið að setja nýtt í staðinn. Og allt er núna ok hjá mér núna. Ég þurfti ekki að borga viðgerðina af því að talvan er ennþá í ábyrgð. En ég keypti tölvuna hjá B.T fyrir tæpum 4 mánuðum. Ég hef frétt að aðrir hafi lent í þessu þegar það kaupir tölvu hjá B.T að eitthvað fer úrskeðis.
En aftur að þínu vandamáli. Málið er að velja rétta vírusvörn sem hentar þér best.