uTorrent er, eins og nafnið gefur til kynna, forrit til þess að hlaða niður torrent fælum.
Að mínu mati er þetta besta torrent forritið á markaðanum í dag. Það er lítið og tekur ekki mikla vinnslugetu ólíkt mörgum öðrum forritum sem að ég hef notast við við eins og t.d. Azureus.
uTorrent er frítt forrit og því fylgir engin spyware/adaware.
Þegar að þú nærð í forritið færðu það sem .exe fæl sem að þú hleður niður á einhvern ákveðinn stað í tölvunni. Þegar að því er lokið velur þú einhvern stað á tölvunni (t.d. C:/Program Files), vistar fælinn þar og tvísmellir á fælinn til þess að ræsa uppsetninguna á forritinu.
Ef að þig vantar frekari upplýsingar um hvernig þetta forrit virkar þá ekki hika við að hafa samband.
Fyrir áhugasama má nálgast uTorrent
hérna.Kv.
NighCrow