keypti mér lappa um daginn og vantar smá aðstoð. Ég kemst inná þráðlausa netið auðveldlega - en get ekki “lanað” við hina tölvuna. Ég er búinn að prófa á setja upp iptölu á báðar og leita að hvor annari. Þegar ég fer i run-cmd- og pinga borðtölvuna
a finn ég hana ekki en þegar ég pinga lappann ur borðtölvunni finn ég hann. báðar tölvurnar finna lappann en hvorugar finna borðtölvuna.
Það er svo langt síðan að ég hef staðið í einhverju svona að ég stend alveg á gati.
Einhver sem hefur einhverjar hugmyndir.