Ég hef verið að hugsa um að breyta um ADSL áskrift, taka feitari tengingu og njóta ótakmarkaðs niðurhals.
Langar mig því að spyrja Hugara hver þeirra reynsla er (af báðum símafyrirtækjum).
Nærðu hámarkshraða (6 Mb/sek)?
Hvernig er ‘latency’ á erlenda leikjaþjóna eins og t.d. Wow?
Hvernig er það með ‘ótakmarkaða niðurhalið’? Hafið þið rekist á klausunum um óhóflega notkun? Hversu mikið hafið þið sótt í einum mánuði o.s.frv.?