Ég er með Speedtouch 585 router og byrjaði fyrir nokkrum dögum að lenda í veseni. Nettengingin dettur inn og út af og til.
þegar ég opna Network Connections gluggann, þá kemur bara stundum Internet Connection iconið. Samt er tölvan tengd við routerinn og alveg samband þar á milli.
Og þegar Internet Connection iconið kemur loksins, þá stendur alltaf Disconnected.
Ég er búinn að prófa að tengja tölvuna bæði með snúru og þráðlaust, ég er líka búinn að prófa að tengja aðrar tölvur með sama hætti. Og ég er líka búinn að prófa að setja routerinn í factory settings og setja hann upp aftur. En alltaf er það sama sagan.
Ég er margbúinn að hringja í þjónustuverið og þeir segja að það gætu verið truflanir á línunni en málið í athugun og ég er satt að segja alveg kominn með hundleið á því að bíða eftir að þeir hafi samband.
Hefur einhver hugmynd um það hvað gæti verið að…? hefur einhver lent í þessu sama…?
mammaín!!