Jæja ég er gjörsamlega búinn að reyna allt , meira segja tala við einn sem vinnur í microsof og kann held ég mest um allt um windows.

Málið er að ég fékk spyware eða tölvan mín var “infected” af spyware og ég er búinn að eyða spywarenum með anti-spyware forritinu. Ok flott mál allt í fínasta lagi með tölvuna en það er eitt sem stendur uppúr og næ ekki að losa mig við.

Það er s.s. desktop wallpaperinn er svona viðvörun um að ég hafi fengið spyware í tölvunni stendur stórum stöfum “SPYWARE INFECTED” og hefur haldist síðan ég hef fengið þennan spyware í tölvuna og ég næ ekki að breyta um wallpaper.

Ég smelli hægra megin á músina og fer í properties>Desktop>Background en þar er ekki hægt að velja neinn background ég næ ekki að velja neitt. Einnig hef ég prófað að fara á netið og valið mynd og gert “set as wallpaper” en þessi viðvörunar background helst en.

HVAÐ Í FJÁRANUM ER ÞETTA ?!? ekki vírus búinn að skanna tölvuna og er ekki smituð af vírusum! Maður er bara hræddur um að kaupa sér aðra tölvu útaf þessu crappi.