Með förgun DC losna ég því við:
-> vælandi gelgjur sem ýmist skilja voða lítið þegar reynt er að hjálpa þeim, gera ekkert nema rífa kjaft eða eru með ömurlegan húmor.
-> hólfin! (slot). Ég þoli ekki að þurfa bíða í einhverri helvítis röð eins og fáviti, þá get ég farið út í hagkaup. Já, hér geng ég út frá tækninni. Hólfin eru fáránleg að mínu mati.
-> Takmarkaðan hraða. Ég fæ voða sjaldan meira en ca. 60-70 kb/s sem mér finnst ekkert voðalega spes miðað við tæknina sem við búum við í dag og ég sýni því þó skilning miðað við okkar aðstæður (helvítis bananalýðveldi..) En það aftrar mér ekki frá því að sækjast eftir meiri hraða..
Ég get haldið áfram að telja upp gallana en þar sem ég ætlaði að hafa þetta stutt (enda korkur, ekki grein) þá væri ég frekar til í heyra ykkar álit, hvort heldur sem um gott eða slæmt sé að ræða…
BitTorrent er búið að vera við lýði nú í nokkur ár en ég druslaðist ekki fyrr en núna til að tékka á herlegheitunum. Og ég verð að segja, mér líkar vel! Ég er að fá það sem ég sækist eftir á meiri hraða, ég þarf aldrei að bíða og tæknin á bakvið þetta er bara miklu betri og flottari. Eina sem hræðir manninn er erlenda niðurhalið.. en til þess er Hive og fleiri sbr. neveitur sem veita frítt erlent niðurhal! Og já, ég er með frítt erlent niðurhal (hringiðan)
Þar sem Þið gangið nú flest öll í skóla og skiljið ensku þá læt ég mér nægja að vísa í nokkar vel valdar heimildir sem koma ykkur af stað ef þið viljið kanna málið sjálf. Hlægilega einfalt og hvet alla til að prófa sem ekki hafa enn.. ef þeir á annað borð kjósa betra.
http://en.wikipedia.org/wiki/Bittorrent
http://azureus.sourceforge.net/
http://thepiratebay.org/
-axuz