Ég er í vandræðum með að fara á vefsíður útí heimi án þess að nota proxy. Þetta byrjaði skyndilega, einn morguninn gat ég tengst vefsíðum á íslandi en ekki útí heimi. Ég gat lagað það með því að setja proxy inn. Þetta er ekki þjónustuveitunni að kenna (ég er viss um það). Ég er með ADSL router tengdan við 3 vélar og þetta vandamál er bara á einni vél. Hinar tölvurnar fara útí heim án þess að nota proxy. Getur einhver útskýrt hvað er að og hjálpað mér?????

P.S. Hvorki IE né Netscape virka án þess að nota proxy