Ég kann ekki að takmarka % af hraðanum en mæli með að þú læsir þráðlausa netinu hið snarasta.
Það eru tvær leiðir mögulegar (ég nota báðar samhliða).
1. Setja aðgangsorð (WEB key) á netið.
2. Leyfa einungis ákveðnar MAC addressur (physical address). Þetta er einsakt númer sem hvert og eitt netkort hefur. Það stendur á netkortinu sjálfu. Einnig er hægt að fara í Start - Run. Skrifa cmd og svo ipconfig /all. Þar er addressan skráð undir Physical Address undir þráðlausa netinu. Með þessu þarftu að setja öll netkort sem þú vilt að komist á netið inn í routerinn.
Ef þú setur þessar báðar læsingar á ættir þú að losna við bansetta nágrannana af netinu. Báðar aðgerðirnar eru stilltar inni í routernum, mismunandi hvernig það er gert. Best að kíkja í leiðbeiningarnar, annars hafa samband við fyrirtækið sem seldi þér hann.
Gangi þér vel :-)