jæja,

núna á bráðlega að fara bjóða uppá raflínu hjá fólki, og líst mér nú allvel á.

Stofnkostnaður er 24800kr samkvæmt lina.net og mánaðargjald 4k fyrir 4.5mbit tengingu.

Þykir mér þetta voða spennandi þar sem maður er að nota rafmagnsinnstungur til að fara á netið, þá leysist allt vandamál með símainnstungur þar sem kannski eru bara 2 á heimilinu.

En..núna vildi ég gjarnan fá að vita hvernig þetta virkar, og hvort eitthvað sé varið í þetta! ég talaði við mann sem sagði mér að test hefði verið gert með raflínur í Bretlandi og það hefði ekki komið vel út, eina kynning mín af þessari raflínu er þegar ég fór í ráðhúsið á kaffihúsið þar - en tengdar eru tvær tölvur með 4.5mb raflínu þar.

Svo vonast ég til að einhver hér geti frætt mig um þetta :)

kv.