Setti þetta óvart á “Almennt um Internetið” en sá svo að ég hefði átt að setja þetta hingað, svo að hér kemur það:
Nú hef ég aðeins verið að nota Lime Wire og var að vona að menn mér fróðari um tölvumál gætu svarað einu sem ég hef verið að velta fyrir mér.
Spurningin er semsagt hvort að það sem maður halar niður(ahh hin unaðslega íslenska tunga) í Lime Wire teljist sem útlanda niðurhal? Og þ.a.l. þurfi maður að borga fyrir það ef maður er með ADSL?
Vona að ég fái svör við þessu því að ég þori ekki að fara útí að nota þetta af alvöru og fara þá yfir hámarkið mitt og fá himinháan símreikning heim.