Lína.Net hefur gert samning við BreezeCOM, fyrirtæki sem sérhæfir sig í þráðlausum lausnum, um stækkun á burðarkerfi Loftlínunnar og mun stækkunin hefjast næstu daga.
Loftlína Línu.Nets er þráðlaus sítenging við Netið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hún veitir gagnaflutningsþjónustu, svo sem VPN/VLAN einkanet milli útibúa fyrirtækja eða fyrir heimtengingu starfsmanna.
Í tilkynningu frá Línu.Neti segir að að ákveðið hafi verið að fara út í þessa stækkun vegna mikillar eftirspurnar eftir Loftlínu. Auk stækkunarinnar verður gerð hugbúnaðaruppfærsla sem gerir Loftlínunni kleift að flytja símtöl yfir kerfið.

www.lína.net