Til að gera þetta alvöru, þá getur þú sett upp Linux á einhverja litla vél. Þú getur látið hana vera router fyrir hinar vélarnar. Þetta er mjög einfalt, þegar Linux er up and running og adsl tengingin komin í gagnið (sjá leiðbeiningar á
http://www.tosmann.org/is/Linux/adsl/index.html). Þá bætir þú eftirfarandi línum í /etc/rc.d/rc.local skrána:
#Turn on IP forwarding
echo 1 > /proc/sys/net/ipv4/ip_forward
/sbin/ipchains -A forward -s 192.168.0.0/24 ! -d 192.168.0.0/24 -j MASQ
Síðan stillir þú hinar vélarnar þannig að Default gateway er ip talan á Linux vélinni (algengt að hafa hana 192.168.0.254 þetta fer reyndar eftir því hvaða ip tölur þú notar á netinu þínu). Með þessum stillingum ertu kominn með þennan líka fína router sem hægt er að nýta sem vefþjón, ftp þjón o.s.frv.
Þú getur fundið helling af upplýsingum um stillingar á routernum á Linux korknum hér á Huga.
Gangi þér vel!
Kv D.