Þetta er póstur sem ég skrifaði inn á spjall.vaktin.is
Nú man maður fyrir nokkrum árum síðan þegar allir álitu Símann sem gott fyrirtæki og OgVodafone var djöfullinn, núna virðist sem þetta hefur snúið við, orðsporið hjá OgVodafone verður betra og betra á hverjum degi meðan orðsporið hjá Símanum virðist vera orðið nærri því ekki neitt.
Nú erum við með Adsl 1000 hjá símanum með 2gB niðurhali og nýtum verðþakið, það þýðir að sama hve mikið ég dl-a ég á aldrei að borga meira en 6500 á mánuði fyrir ADSL.
EN við erum að fá reikninga uppí 15 þúsund krónur og Síminn bara hunsar okkur þegar við reynum að fá útskýringar af hverju þetta er, ætla að gefa þessu nokkra daga annars er ég farinn yfir til Og1, Síminn er orðinn djók, ég skipti um GSM frá símanum til ogvodafone fyrir 3 mánuðum síðan og núna skipti ég líklegast líka um ADSL þjónustuaðila.
Einnig þau fáu skipti sem ég hef þurft að hafa samband við þjónustuborð hjá Símanum og OgVodafone þá verð ég nú að segja að mér líkar mun betur við OgVodafone, Síminn hefur hingað til hunsað ÖLL þau e-mail sem ég hef sent þeim, það hefur verið skellt á mig á þjónustuborðinu, sagt að ef ADSL-ið mitt hrynur þá er það MÉR að kenna meðan þegar ég hef þurft að hafa samband við OgVodafone hefur starfsmaðurinn verið ekkert nema kurteis og undantekningarlaust náð að aðstoða mig við að leysa málin.
Bless Síminn
Hæ OgVodafone