Ég sem HIVE notandi er ekki sáttur. Ég fékk HIVE í lok nóvember, og var mjög spenntur. Ég fór til HIVE þar sem OgVodafone sagði mér að þeir myndu ekki byrja með verðþak eithvað í þá áttina. Þannig ég fór.
Það tók slétta 7 daga að tengja mig, sem þeir sögðu vera standard. Fyrsti routerinn minn var bilaður, fékk nýjan, en það var böggandi að þurfa fara uppí Hlíðarsmára, ég uppfærði firmwareið í Zyxelinum og jafnvel þótt ég hafi ekki verið viðvaraður ( fékk loksins aðgang að routerinum eftir mikið væl ) að þá duttu allar upplýsingar úr honum. Ég þurfti að fara með hann uppitir til að skipta honum þar sem það var ekki hægt að segja mér notandanafn og lykilorð sem maður tengist með inná netið þeirra. Þessi LÆSING routera hjá HIVE á eftir að koma í bakið á þeim.
Hraðinn var CRAP til að byrja með, það gekk ekkert að fara á neinar síður, breytti stundum engu hvort þær voru innlendar eða erlendar, þótt að innlendu síðunar gengu töluvert betur. Það er reyna einhverja netspilun var ekkert skárra. Þeir lofuðu öllu fögru, það átti að koma ný nettenging sem var miklu betri í byrjun Janúar, það dróst í aðra vikuna í Febrúar.
Jú ég skal játa það að hraðinn hefur batnað til muna þannig séð, en mundu hraðinn fyrir þetta var SKELFILEGUR. Jafnvel þótt að ég spila leiki á netinu lítið sem ekkert, að þá eru þau fáu skipti sem mig langar til að leika mér ALVEG SKELFILEG.
Hraðinn til evrópu er hræðilegur og til tölulega óstöðugur. Ég hef lent í því að þegar ég er að tala við systur mína í gegnum iChat með vefmyndavél að það fari að lagga, jafnvel þótt ég noti minnstu bandvídd. Einu sinni datt hún meiri segja alveg út. Hún er stödd í Hollandi. Þetta er GJÖRSAMLEGA fáranlegt.
Svo læsir HIVE spjallborðinu fyrir þá sem eru ekki viðskiptavinir HIVE, svo þeir sem eru ekki viðskiptavinir geti séð kvartanir viðskiptavina. HIVE notendur lifa til dæmis við það að komast ekki inná nokkrar síður eins og til photos.heremy.com og fleirri. Þeir eru búnir að vera “vinna í því” frá því í Febrúar.
Svo eru HIVE algjörir hræsnarar. Þeir eru með auglýsingar sem ganga út á það að fólk sé fangelsað hjá öðrum internet þjónustum og hvernig HIVE hafi frelsað þá. Hvernig fólk sé læst í löngum samningum með takmarkað niðurhal og lélegan hraða.
Ég læstist inni hjá HIVE í lok nóvember. Mig hlakkar mikið til að geta komist aftur í 2 MB tenginguna mína hjá OgVodafone, vegna þess að jafnvel þótt að ég sé með minni hraða hjá OgVodafone en hjá HIVE, hefur OgVodafone sjaldan sem aldrei brugðist mér að veita mér allavega þennan hraða sem þeir lofa mér. Og ég komst inná allar síður sem mig langaði að komast inná.