Þetta fer allt eftir því hvað þetta er, hve mikil þörf er á góðri upplausn og hvernig þú dreifir skjalinu. 600px upplausnin virðist duga vel. Ég skil ekki hvað þú meinar með prentgæði í þessum málum þar sem ég sé ekki samhengið á því og hinu þar sem prentgæði stjórnast einfaldlega af prentara lesanda og eftir því hve mikil upplausn er á skjalinu. Ég myndi bara prófa mig áfram á skannanum og sjá hvaða upplausn dugar best. Það er forrit sem heitir Acrobat Writer sem getur skrifað pdf skjöl og er það eina forritið sem getur það(sem ég veit um). Ef þú ert að bjóða skjalið til downloads, fer eftir því hve stóra tengingu hugsanlegur skoðari hefur. Ef skjalið er samt meira en um 500 KB, reyndu að skipta því niður í nokkur skjöl og/eða þjappaðu þeim. Ef hins vegar þú ert að dreifa skjölunum með geisladiski, þarftu ekkert að spá í stærð þeirra nema það að ekki láta eitt skjal taka meira en að það komist á diskettu.
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.<br><br>—-$<a href="
http://frami.simnet.is“ target=”frami.simnet.is“>Frami</a>$<a href=”
http://frami.simnet.is/fragman/“ target=”fragmanhomepage“>Fragman</a>——-
”Ég hef aldrei rangt fyrir mér, ég hef bara annan sannleika en aðrir"
-Fragman, 2001