Ég er í einhverju bévítans veseni með netið mitt. Það lýsir sér þannig að netið er alltaf að detta út, en “DSL/PPP” ljósið á routernum sýnir ennþá nettengingu. Þetta vesen byrjaði þegar ég fékk með þráðlaust net hjá vodafone og hélt áfram hjá Hive, þannig að þetta er ekki routerinn. Ég var þá kannski að pæla hvort ég væri að tengja þetta eitthvað vitlaust. Ég er með tengt svona:

Kló í vegg>> splitter>> netsnúran.
Kló í vegg>> splitter>> smásía>> snúra í síma.


En annars þá hef ég alltaf verið með þetta tengt svona, líka þegar ég var ekki með þráðlausa dæmið. Hive menn ráðlögðu að ég myndi fá heim til mín “línumann” , en það getur varla verið mikið að línunni ef þetta virkaði áður þegar ég var ekki með þráðlaust.

Ef maður tekur þetta allt saman, þá hlýtur þetta að vera router vesen, nema að snúrurnar mínar hafi bilað og ég hafi fengið mér asnalegann síma akkúrat á sama tíma og ég fékk mér þráðlaust net.

Þá var ég líka að pæla hvort splitterinn væri eitthvað að klikka. Ég var nefnilega aldrei með splitter(sem háði mér nú aldrei) áður en hive menn mældu með því. Allavega ég fór í vodafone búðina í smáralindinni og keypti splitter, en starfsmaðurinn virtist ekki alveg vera viss um hvað splitter væri. Er splitter annars ekki sona drasl sem maður tengir í eitt símtengi, en er með tvö tengi, þ.e.a.s bara fjöltengi fyrir símalínur?
Eru splitterar annars nauðsynlegir ef maður er að tengja síma og net í sama tengi?

Allavega, ef þið vitið eitthvað hvað er í gangi hjá mér þá væri hjálp einstaklega vel þegin.
Chelsea till I die!